UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Brauðterta úr skonsum Brauð og kökur
Besta brauðtertan í bænum og virkilega fitandi!!l
Skonsur:
3 bollar hveiti
1 bolli sykur
4 tsk. lyftiduft
2 egg
4 bollar mjólk

Rækjusalat:
500 gr. rækjur
5 egg harðsoðin
1/4 agúrka
Majones/sýrður rjómi eftir smekk
1/2 tsk. aromat

Skinkusalat:
1 stórt bréf skinka
1/4 dós ananas - smátt skorinn
4 egg
Majones/sýrður rjómi eftir smekk
1/2 tsk. ítalsk salatkrydd

Skonsur: Þurrefnunum og eggjum er hrært fyrst saman (m. písk eða í hrærivél) mjólkinni er bætt út í smátt og smátt. Síðan eru skonsurnar bakaðar á pönnukökupönnu við frekar lágan hita (1 til 1 1/2)

Síðan eru skonsurnar settar saman að vild (t.d. er hægt að búa til hjartalaga tertu eða ílanga þannig að notaðar eru sex skonsur í tertuna) og salat í 2 lögum á milli. Hægt er að skreyta tertuna að vild með rækjum/skinku, agúrkum, tómötum, ananas og eggjum. Gott er að setja fyrst þunnt lag af majones/sýrðum rjóma á alla tertuna áður en hún er skreytt.

Sendandi: Steiney Halldórsdóttir <steiney@mmedia.is> 07/04/1997



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi