Botn:
1 stk Egg
4 msk Sykur
2 msk Hveiti
½ tsk Lyftiduft
Fylling:
1 dós Blandaðir ávextir (400 g)
½ lítri Vanilluís
Skreyting:
4 stk Eggjahvítur
1 dl Sykur
2 msk Möndluspænir
|
Hitið ofninn í 250°C.
Smyrjið kringlótt tertuform (24cm í þvermál), gjarnan með lausum botni.
Þeytið saman egg og sykur. Bætið hveitinu út í ásamt lyftiduftinu. Hellið deiginu í formið. Bakið í 5 mín. Hvolfið botninum upp á fat. Leyfið honum að kólna.
Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum út í smám saman. Þeytið áfram þar til massinn er orðinn stinnur.
Sneiðið vanilluísinn. Leggið sneiðarnar á helming botnsins. Hellið safanum af ávöxtunum, stráið yfir ísinn og leggið síðan botninn saman. Þekið botninn með maregnsmassanum og stráið yfir hann möndlum. Stingið fatinu í ofninn við yfirhita í ca. 5mín eða þar til maregnsinn hefur tekið gylltan lit.
Berið fram strax!
Merkilegt hvað það venst illa að skrifa "maregns"!
|