| 
 
 
    |   |   |   | 
         
          
          
            | Allt í einum potti | Kjötréttir |  
            | Kjúklingur, kartöflur og grænmeti allt eldað saman. Aðeins einn ofnpottur að vaska upp |  
            |  |  
            | Kjúklingur Sítróna
 3´hvítlaukar
 4 bökunarkartöflur
 1 rauðlaukur
 4 tómatar
 1 zuccini
 sveppir
 
 | Setjið niðurskorna sítrónu inn í kjúklinginn og kryddið hann eins og vanalega, gott að krydda með smá chayenna pipar. Setjið í ofnpott og takið hvítlaukana í nokkra hluta og setjið í kringum kjúklinginn. (óþarfi að flysja)Skerið bökunarkartöflur í tvennt og kryddið sárið með paprikudufti og setjið í pottinn. Skvettið smá vatni og olíu yfir og eldið eins og venjulegan kjúkling í ofni. Þegar 30 mín eru eftir af steikingartímanum setjið þið gróft niðurskorið grænmetið ofaní pottinn og látið malla. Passið að það sé alltaf vökvi í pottinum. Nú eruð þið komin með kjúkliong, kartöflur og grænmeti og notið soðið sem sósu. Alveg bráðhollt og lygilega gott.
 
 |  
            |  |  
            | Sendandi: Hugrún <ariel@visir.is> | 10/03/2004 |  
	   Prenta út 
 |     |   |