UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Daim ostakaka Brauð og kökur
Æðislega góð og einföld nammiostakaka
Botn:
120 g súkkulaðikex (Homeblest er best)
40 g smjör

Fylling:
300 g rjómaostur
1 dl sykur
2 msk mjög sterkt kaffi (sem búið er að laga)
2 dl rjómi, þeyttur
75 g Daim kúlur (ca einn poki)

Skraut:
Kiwi (má sleppa)
25 g Daim kúlur

Botn:
Myljið súkkulaðikexið mjög smátt, bræðið smjörið, bætið súkkulaðikexinu út í smjörið og hrærið vel saman. Þessu er svo þrýst í botninn á álmóti.

Fylling:
Hrærið ost og sykur, blandið kaffinu saman við, síðan þeyttum rjóma og Daim kúlum. Setjið fyllinguna yfir kexmylsnuna og kælið.

Skraut:
Afhýðið Kiwi-ið og skerið í þunnar sneiðar, raðið í hring ofan á kökuna og setjið Daim kúlurnar í miðjuna.

Gott er að búa kökuna til daginn áður en á að borða hana. En hún verður síður en svo verri eftir 2 daga.

Sendandi: Edda <saints@talnet.is> 19/02/2004Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi