| 
 
 
    |   |   |   | 
         
          
          
            | Saltað hrossakjöt | Kjötréttir |  
            | Uppáhaldið mitt, hátíðamatur ef fleirum þætti góður :-) |  
            |  |  
            | Saltað hrossakjöt (því feitara því mýkra og betra) 2-3 lárviðarlauf
 
 
 | Kjötið með lárviðarlaufunum er sett í pott með miklu vatni, látið vatnið fljóta vel yfir kjötið því suðan tekur langan tíma og þessvegna verða nokkur afföll af vatninu. 
 Kjötið er svo soðið í 2 1/2 til 3 tíma.  Því feitara sem kjötið er því minni tíma tekur suðan, en samt aldrei minna en tvo tíma.
 
 Þegar ca. hálftími er eftir af suðunni er hægt að setja rófur út í og láta sjóða með kjötinu og jafnvel kartöflur líka.
 
 Sumum finnst líka gott að hafa hálfan lauk með í suðunni.
 
 Alger snilld með soðnum kartöflum, smjöri (alvöru) og nýmjólk.
 
 Ekki beint til að kæta heilsufræðingana. ;-)
 
 |  
            |  |  
            | Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> | 03/05/2002 |  
	   Prenta út 
 |     |   |