UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Mömmukökur Smákökur og konfekt
ALgjört gúmmelaði..verð að fá svona á hverjum jólum
500 gr Hveiti
125 gr Smjörlíki
250 gr Sýróp
2 tsk Engifer
1 tsk Natron
1 stk Egg

Krem:

200 gr flórsykur
100 gr smjör (linað ekki brætt)
vanillusykur... slatti

Takið fyrst eina skál, gott að það sé hrærivél sem getur hnoðað, Setjið svo allt saman út í, eitt í einu og hrærið svo saman.

Byrjið að hræra á lágum snúning hraðinn er svo aukinn eftir tilfinningu hvers og eins.

Gott er að taka deigið úr hrærivélinni og hnoða það í höndunum, á borði, svona í restina.

Einnig er gott að hafa smjörlíkið lint, t.d láta það standa yfir nótt á borðinu, ekki bræða það í potti eða örbylgjuofni.

Látið deigið inn í ískáp í einhvern tíma (yfir nótt)
og fletjið svo út og gerið hringlaga kökur. Hægt er að nota glas.

Bakið við 175 c° þar til þær eru ljósbrúnar.

Látið kólna og gerið kremið á meðan.

Krem:
Hrærið efnunum saman og smakkið aðeins til, ef smjörbragð er af kreminu skellið örlítið meiri flórsykri og vanillusykri. Smyrjið á kökurnar og gerið svona kökusamlokur, sem sagt 2 og 2 saman.

Setjið í dunk, gott er að henda einni brauðsneið með svo þær haldist linar.

Sendandi: Heiða Sigrún <Heida@Hagstofa.is> 06/12/2001Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi