1/2 bolli sykur 
2 bollar vatn 
rifið hýði af sítrónu 
safi úr einni sítrónu 
2 vanillustangir 
6 perur vel þroskaðar 
Sósa: 
120 g suðusúkkulaði 
1/3 bolli rjómi 
2 msk smjör 
1 msk romm
              
               
             | 
             
              
Afhýðið perur en látið stöngulinn vera eftir. Penslið sítrónusafa yfir perurnar. Raðið þeim í pott. Látið þær standa. Hitið vatn og sykur í öðrum potti þar til sykurinn hefur leyst upp. Bætið sítrónuhýði og vanillustöng út í. Sjóðið í 5 mín. Hellið vökvanum yfir perurnar, bætið meiri vökva í ef þarf til að fljóti yfir perurnar. Látið krauma við vægan hita í 10-15 mín. Dragið af hitanum. Látið perurnar standa í sírópinu þar til þær eru volgar. Látið leka vel af þeim,kælið. 
Sósa: 
Hitið saman súkkulaði,rjóma og smjör þar til bráðið. Bragðbætið með rommi eða öðru víni. Setjið peru á disk(gott að hafa ís líka með)og hellið volgri sósunni yfir perurnar. Berið strax fram.
              
               
             |