UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Engifersbrauð Sérfæði
eggja- og mjólkurlaust brauð... sem er eiginlega meira svona eins og kaka.
4 msk olía
1/2 bolli sykur úr heilsubúð (Rapadura eða einhvern ljósari, td. döðlusykur)
Eggjaduft fyrir 1 egg (fæst td. í Heilsuhúsinu)
1/2 bolli Agave syróp
1/2 bolli sjóðandi vatn
1 1/2 bolli sigtað speltmjöl (eða það mjöl sem hentar)
2 1/2 msk rifið ferskt engifer (tæp 1 tsk af dufti)
1/2 tsk malaður kanill
1/4 tsk malaður negull
1/4 tsk múskat
smá salt
2 tsk vínsteinsduft (lyftiduft)
1 bolli saxaðar döðlur (má leggja aðeins í bleyti áður ein saxaðar. Þá verður brauðið blautara)


Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið brauðform og stráið hveiti í.
Blandið saman olíu og sætuefnum í hrærivélaskál. Setjið eggjaduftið og sjóðandi vatn út í og hrærið þangað til það kremast.
Bætið speltinu, engiferi, kanil, negul, múskati, salti og vínsteinsduftinu sman við.
Hrærið degið þangað til jafnt. Bætið döðlunum út í.
Hellið deginu í form.
Bakið í 50-55 mín eða þar til tannstöngull sem stungið er í kemur hreinn upp. Látið kólna á grind í 5 mín. Takið úr forminu og látið kólna alveg.

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 07/05/2006



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi