UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
gæsabringur að hætti villimanna Kjötréttir
gæsabringur í aðalbláberjasósu
1/2 l vatn til að setja yfir fjallagrösin

100 gr smjör
2 gæsabringur
100 gr íslenskir villisveppir
1/2 l rjómi
1-2 tsk. rifsberjasulta
handfylli fjallagrös
handfylli aðalbláber
salt
pipar
(villibráðakraftur)

Sjóða vatn og hella því yfir fjallagrösin.
Steikja gæsabringurnar vel upp úr ekta smjöri/ má skera þær til helminga.
Krydda með salt og pipar. Taka þær af pönnunni og steikja sveppina. Mjög gott að nota nýtínda íslenska villisveppi. Setja bringurnar aftur á pönnuna með sveppunum og hella rjómanum yfir allt og láta krauma í nokkrar mín. Fjallagrösin þerruð og sett útí. Bragðið til með salti, pipar og smá heimagerðri rifsberjasultu. Að lokum er pannan tekin af og nýtínd aðalbláber sett útí

Sendandi: Álfheiður Einarsdóttir <alfheidure@husaskoli.is> 03/10/2005Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi