UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Frönsk Súkkulaðikaka a la Þórný Brauð og kökur
Mjög góð frönsk súkkulaðikaka
KAKAN

200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
4 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
heslihnetur eftir smekk

KREM

150 gr suðursúkkulaði
75 gr smjör
2 msk síróp
1/2 - 1 askja fersk jarðaber (til skreytingar)

KAKAN:
Bræðið saman smjör og súkkulaði við lágan hita. Þeytið saman egg og sykur vel eða þar til að blandan verður létt og ljós. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjablönduna. (ég helli bara með mjórri langri bunu útí..) Hrærið því næst hveitinu og heslihnetunum saman við. (ég sleppi hnetum) Setjið í 22 cm form með lausum botni (minn hefur verið fastur) ekki smellufrom, klætt með smjörpappír (ég hef ekki gert það) og bakið við 175 gráður í 40-45 mín í meðalheitum ofni. Smyrjið kreminu yfir kökuna og skreytið með jarðaberjum.
KREM:
Bræðið allt saman í potti og látið kólna aðeins áður en sett er á kökuna.

Sendandi: Þórný Birgisdóttir <thornyhp@simnet.is> 22/05/2005



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi