| Mexikóskt lasagne (ca fyrir 5-6)
 
 5-6 kjúklingabringur
 1/2 laukur
 2 rauðar paprikur eða ein stór
 Eitt bréf Burrito kryddmix (má vera Taco kryddmix)
 2 dósir taco eða salsasósa, t.d. Old el paso; Thick´n Chunky salsa (medium,
 eða eftir smekk)
 1/2 lítri matarrjómi (má nota venjulegan)
 6 tortillas pönnukökur eða 8 Fajita pönnukökur (þær eru minni)
 Rifin ostur
 
 
 
 | Kjúklingabringurnar eru skornar í teninga. Laukur skorinn smátt og paprika í teninga.
 Laukur steiktur ásamt papriku á pönnu, kjúklingabitum bætt við og kryddað
 með burrito kryddi. Þegar kjúklingur er steiktur er salsasósu og matarjóma
 bætt út í. Látið malla í smástund
 Eldfast fat - fyrst sett í botninn tortillas pönnukökur, skornar til, til
 að þekja formið. Svo kjúklingasósan og tortillaskökur til skiptis, efst
 kjúklingasósa. Ostur yfir.
 Ca. 15 mín. í ofni eða þar til osturinn hefur bráðnað og brúnast svolítið.
 
 Bera fram með sýrðum rjóma (hægt að krydda hann smá með mexikókryddi, salti
 og pipar) og avokadosósu( 2 avokado og 1 pk. guacamole duft) eða hægt að
 kaupa guacamole dip tilbúið í krús, fersku saladi og Dorritos flögum.
 
 
 |