UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Kalkúni - heslihnetu- og sveppafylling Kjötréttir
Heslihnetu- og sveppafylling
150 gr. smjör
350 gr. nýir sveppir
200 gr. laukur
1 stilkur sellerí
½ búnt steinselja eða 2 msk þurrkuð
1 msk. salvía
300 gr. góð skinka
100 gr. heslinetur
150 gr. brauðteningar (u.þ.b. 3 bollar), heilhveiti eða hveiti.
3 stór egg
2 dl. rjómi
½ tsk. salt
1 tsk. Ferskmalaður pipar

Sneiðið sveppina.
Saxið laukinn, selleríið, steinseljuna og skinkuna smátt.

Bræðið smjörið í stórum potti og látið grænmetið ásamt steinseljunni, salvíu og skinkunni krauma í smjörinu í 10 mínutur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.
Bætið nú heslihnetunum og brauðmylsnunni í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjunum og rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar. Ef fyllingin verður þunn má bæta örlítið af brauði við.

Fyllinguna má útbúa daginn áður en fyllið ekki fuglinn fyrr en rétt áður en hann er steiktur.

Ekki er nauðsynlegt að úrbeina fuglinn en það verður samt betra þar sem bragðið af fyllingunni fer í fuglinn og öfugt. Passið að fylla fuglinn ekki of mikið því hann tútnar út. Afgangsfyllingu er best að setja í form og baka í ofninum með fuglinum með álpappír yfir.

Njótið! Fyrstur kemur, fyrstur fær, ef þú kemur of seint þá er þér nær!

Sendandi: Gunnar Þór Gunnarsson <gunnarthor@heima.is> 22/12/2004Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi