UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Nóa Lakkrósbitakökur, bráðna í munni Smákökur og konfekt
óóótrúlega góðar kökur sem eru auðveldar, og enn betri fyrir vikið
3 eggjahvítur
200 gr ljós púðursykur
150 gr saxað suðusúkkulaði
1 poki (lítill) af Nóa Lakkrískurli

Eggjahvíturnar og púðursykurinn þeytt vel saman, gott er að vera búið að saxa súkkulaðið áður því að ekki er gott að láta tilbúnar eggjahvítur standa.
Súkkulaðinu og Nóa Lakkrískurlinu er svo skellt ofan í þeyttu eggjahvíturnar og blandað saman með sleif,
Þarna á ofninn að vera tilbúinn í 150 gr og þú tekur því marengsinn með 2 tsk og setur litlar slummur á bökunarpappír (Ekki spreyja, sprey gerir marengsinn dökkan að neðan)
Inn í ofn, baka í ca. 20 mín eða þangað til að þær eru ljós brúnar og komnar smá sprungur í þær.
Takið þær þá út og látið kólna.
Farið varlega ef þið ætlið að taka þær af pappírnum stax því að þær eru unaðslega mjúkar.
Varist að baka OF mikið, þá getur lakkrísinn orðinn harður, en það er samt sjaldgæft
Verði ykkur að góðu! :)

Sendandi: Ragna Björg Ársælsdóttir <Ragna85@hotmail.com> 30/11/2004Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi