| 1 bolli speltflögur 3 bollar vatn
 1 tsk. fínt sjávarsalt
 1 tsk kanill
 1 tsk kardimommuduft
 slatti rúsínur
 1 epli
 
 Provamel soyamjólk í blárri fernu út á eða bara venjuleg mjólk.
 
 
 | setjið vatnið í pott með speltflögunum saltinu, kanilnum og kardimommuduftinu. Sjóðið í 5-10 mín. eða þar til vatnið er gufað upp að mestu. Bætið þá lúku af rúsínum og eplinu niðurskornu út í. Setjið þetta upp á meðan þið burstið tennurnar að kvöldi, látið standa yfir nótt og njótið næsta dag. Þetta er skelfilega góður grautur! 
 |