UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Fljúgandi Jakop Kjötréttir
Mjög góður kjúklingaréttur
1 stk. kjúklingur
1 tsk. kjúklingakrydd
1 tsk. salt
1/2 tsk. sítrónupipar
3/4 dl. chilesósa
3 msk. tómatsósa
1 1/2 dl. kaffirjómi
1/2 dl. salthnetur (má sleppa)
1 1/2 banani (má sleppa)
6 - 7 sneiðar beikon

Kjúklingurinn er þvegin, þerraður og hlutaður í sundur. Bitunum er raðað í eldfast mót og þeir kryddaðir og síðan bakaðir í ofni við 200°C í 30 mínútur. Gott er að ausa safanum sem kemur í mótið yfir bitana einu sinni til tvisvar meðan á steikingunni stendur.Klippið beikonið í litla bita og steikið það vel á heitri pönnu og færið það síðan upp á tvöfaldan eldhúspappír svo fitan drjúpi af. Hrærið saman chilisósu, tómatsósu og kaffirjóma og bætið salthnetum og beikoni út í. Takið úr ofninum (eftir ca 30 mín) og fleytið alla fitu ofan af soðinu. Hellið blöndunni nú yfir kjúklingabitana og brytjið banana yfir. Steikið í 10 - 15 mín í viðbót. Klippið ferska steinselju yfir réttin áður en hann er borinn fram með soðnum kartöflum og hrísgrjónum og gulrótum.
Sendandi: Lárus K. Viðarsson <lallik@isholf.is> 09/11/2003



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi