UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Púðursykurmarengs Brauð og kökur
brúnir marengsbotnar m/rjóma á milli botna og karamellubráð ofan á
Botnar:
3 stk eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur

Rjómakrem:
3 dl rjómi
½ tsk sykur
¾ tsk vanillusykur

Karamellubráð:
2 dl rjómi
150 gr sykur
40 gr sýróp
30 gr smjör
½ dl þeyttur rjómiAðferð við marensbotna:
Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á bökunarpappír (24 cm) og bakið við 150° í 40 mín.

Aðferð við rjómakrem:
Þeytið rjóma, sykur og vanillusykur saman og setjið á milli botnanna.

Aðferð við karamellubráð:
Setjið rjóma, sykur og sýróp saman í pott og sjóðið við vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina. Setjið þá smjörið saman við og takið af hitanum. Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er að setja ofan á tertuna. Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram.

Það er flott að skreyta með smávegis rifnu suðusúkkulaði ;-)

Sendandi: Soffía <soffia@melsted.com> 04/03/2003Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi