UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Pissaladiere frá Nice Óskilgreindar uppskriftir
Laukbaka
1 pizzadeig
6 meðal stórir laukar
timjan eða herbes de provence
10 ansjósur
15 svartar ólivur
salt og pipar

Hitið ofnin á 200°. Fletjið út pizzadeigið og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír eða í stórt form Leyfið deiginu að hefast aðeins á meðan laukurinn er skorinn í mjóar ræmur eða settur í matvinnsluvél. Steikið laukinn á meðal hita á pönnu (hægt að setja smá vatn út í þannig að laukurinn sjóði). Laukurinn má ekki verða svartur eða brúnn. Hann verður að vera mjúkur. Timjan eða herbes de provence bætt út í og salt og pipar eftir smekk. Laukurinn er látinn steikjast/sjóða í u.þ.b bil 15 mín eða þangað til að hann er vel mjúkur. Dreifið lauknum yfir pizzadeigið og bakið í 10 mínútur, setjið svo ólivur og ansjósur ofan á og bakið 5 mínútur til viðbótar. Leyfið pissaladere að kólna aðeins áður en hún er borin fram, líka góð köld.

Það er líka hægt að bæta ansjósunum saman við laukinn þegar hann er soðinn.
Einnig hægt að blanda safanum af lauknum saman við deigið, þá þarf að búa til laukblönduna áður.

Sendandi: Hrafnhildur <hlh@strik.is> 19/02/2003Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi