UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Kartöfluklattar Óskilgreindar uppskriftir
Steiktir kartöfluklattar, góðir með svotil öllu
1 kg kartöflur
2 laukar
1 egg
salt
pipar
hveiti (ef þarf)
smjörlíki eða matarolía

Kartöflurnar eru skrældar og saxaðar mjög smátt með lauknum og egginu í matvinnsluvél.

Saltað og piprað með.

Hveitið notað til að þykkja blönduna eða safinn síaður frá. Blandan þarf að vera ca. "vöffludeigsþykk".

Steikt á vel heitri pönnu í miklu smjörlíki. Hellt með skeið á pönnuna í netta klatta og steikt á báðum hliðum.

Mjög gott með steiktum Medistersneiðum og tómatsósu.

Einnig er gott að taka klattana og þerra þá aðeins og setja á ofnplötu, tómatsneið ofan á og mosarellasneið þar ofan á og krydda með ítölsku kryddi og skella í 200° heitan ofn þartil osturinn er bráðinn.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> 29/09/2002Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi