UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Fiskur og fetaostur Fiskréttir
Geggjaður meina geggjaður fiskréttur
600 g fiskflak, t.d lúða eða ýsa
1 dl Steinselja
3 msk matarolía
safi úr hálfri sítrónu
salt
pipar
1 gul paprika
8 kokteiltómatar eða 4 litlir tómatar
100 g fetaostur

Sósa
2 1/2 dl rjómi
2 1/2 dl sýrður rjómi
2 hvítlauksrif
Aromatkrydd frá knorr
salt

Klippið álpappír í fjóra búta,
30X30 cm að stærð. Roðflettið fiskinn og skerið í bita, setjið á bréfin og brjótið upp á hliðarnar.

Saxið steinselju og sáldrið yfir fiskinn. Blandið saman matarolíu, sítrónusafa, salti og pipar. Hellið yfir fiskinn og látið standa í fimm mínútur.

Saxið papriku og skerið tómata í tvennt eða fernt og setjið ofan á fiskinn ásamt fetaosti.

Pakkið fiskréttinum inn og bakið í 200°C heitum ofni i 15-20 mínútur eða glóðið á grilli í 10-15 mínútur.

Sósa
Þeytið rjómann og hrærið saman við sýrða rjómann. Merjið hvítlauksrifin og blandið sama við.Kryddið með Aromatkryddi og e.t.v. salti

Berið fram með kartöflum, salati og brauði.

Þessi uppskrif er frá Nýjum eftirlætis réttum

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> 26/08/2002



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi