UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Afmæliskaka Eddu Brauð og kökur
Góð Baileys súkkulaðikaka fyrir glaðar stelpur ( . )( . )
Kakan
3 Egg
5 dl sykur
7 dl hveiti
1 tsk. matarsódi
2 tsk. lyftiduft
200 gr. smjörlíki
2 dl mjólk
2 dl Baileys Irish cream
2 tsk vanilludropar
1,5 dl Cadbury's kakó

Kremið
150 gr smjörlíki
1 b Cadbury's kakó
3 b flórsykur
1/2 b heit mjólk
2 tsk vanilludropar eða kaffi
Slurkur af Baileys Irish Cream, smakkað til (eiginlega ekki hægt að setja of mikið)

Kakan
Þeytið saman eggin og sykurinn svo það verði ljóst og létt. Setjið öll blautefni útí, svo brætt smjörlíkið og svo þurrefnin. Bakið í þremur kökuformum við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur.

Sniðugt er að bræða súkkulaði (50-100 gr) og láta það leka á smjörpappír eins og maður væri að krassa með því, láta það harðna og setja svo ofan á kökuna til skreytingar.

Kremið:
Bræðið smjörlíkið í potti og bætið kakóinu útí, síðan volgu mjólkinni, flórsykrinum, dropunum og svo Bailey's eftir smekk. Kremið þykknar þegar það kólnar.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 07/07/2002Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi