UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Súkkulaðifondu Ábætisréttir
Æðislega sætt og gott eftir steikinni ef þú átt fondupott.
500 gr Ljós Opal hjúp súkkulaði (eða eitthvað annað)
1 peli af Rjóma
Bananar
Kiwi
Jarðaber
Epli
Vínber
Aðrir ávextir að vild

Bræðir súkkulaðið í fondupottinn yfir heitu vatni. Bætir rjómanum út í og hrærir í því þar til þetta verður þokkalega lint.
Síðan er þetta sett á fondugrind og aðeins haft sprittkerti logandi undir. Of mikill hiti getur brennt súkkulaðið.
Ávextina tekur þú og skerð í litla bita. Setur þá í skálar og svo er bara að hver fær sinn gaffal og dýfir einhverjum af ávöxtunum út í heitt súkkulaðið.
Þetta er hægt að hafa á borðinu í marga klukkutíma með aðeins sprittkerti logandi.
Rjóminn kemur í veg fyrir að þetta storkni og hitinn frá kertinu heldur þessu mjúku.
Mæli alveg eindregið með þessu.

Sendandi: Kristín Halla <kristhal@hafro.is> 18/04/1996Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi