|
|
|
|
Súkkulaðifondu
|
Ábætisréttir
|
Æðislega sætt og gott eftir steikinni ef þú átt fondupott.
|
|
500 gr Ljós Opal hjúp súkkulaði (eða eitthvað annað)
1 peli af Rjóma
Bananar
Kiwi
Jarðaber
Epli
Vínber
Aðrir ávextir að vild
|
Bræðir súkkulaðið í fondupottinn yfir heitu vatni. Bætir rjómanum út í og hrærir í því þar til þetta verður þokkalega lint.
Síðan er þetta sett á fondugrind og aðeins haft sprittkerti logandi undir. Of mikill hiti getur brennt súkkulaðið.
Ávextina tekur þú og skerð í litla bita. Setur þá í skálar og svo er bara að hver fær sinn gaffal og dýfir einhverjum af ávöxtunum út í heitt súkkulaðið.
Þetta er hægt að hafa á borðinu í marga klukkutíma með aðeins sprittkerti logandi.
Rjóminn kemur í veg fyrir að þetta storkni og hitinn frá kertinu heldur þessu mjúku.
Mæli alveg eindregið með þessu.
|
|
Sendandi: Kristín Halla <kristhal@hafro.is>
|
18/04/1996
|
Prenta út
|
|
|