UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Bláberjaostakaka Brauð og kökur
Bláberjabomba út og í gegn
Í botn
200 gr ósaltað smjör
1/2 pk. Homeblest súkkulaðikex
1/2 pk. Grahamskex

Í fyllingu
1 peli rjómi
200 gr rjómaostur
1 lítil dós af bláberjaskyri
1/2 bolli flórsykur

Ofaná
Bláberjagrautur eða bláberjasulta



Bræðið smjörið og myljið kexið út í. Hellið þessu í botninn á kringlóttu fati. Jafnið botninn út í allt fatið.

Þeytið rjómann.
Þeytið saman rjómaostinum, skyrinu og flórsykrinum. Þeytið þar til blandan er kekkjalaus. Hrærið þá rjómanum varlega út í. Hellið blöndunni yfir kexið og smyrjið blöndunni varlega yfir það.

Að lokum er bláberjagrautnum hellt yfir kökuna. Ekki láta mjög þykkt lag.

Kælið í tvo tíma áður en kakan er borin fram.

Auðveldlega má breyta uppskriftinni með því að skipta út bláberjaskyrinu fyrir jarðarberjaskyr. Ofaná þá köku er gott að setja jarðarberjahlaup. Fallegt að skreyta með jarðarberjum skornum í helminga áður en hlaupinu er hellt yfir.

Sendandi: Jóhannes <johannes@strik.is> 05/02/2002



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi