UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Hamborgarahryggur m/hjúp og rauðvínssósu Kjötréttir
Jólamaturinn minn
1 1/2 kg hamborgarahryggur

Sykurhjúpurinn á hrygginn:
200 gr tómatsósa,
75 gr súrt sinnep(Dijon),
1 dós sýrður rjómi,
2 dl rauðvín,
1 dl kók(hrært vel saman),
150 gr sykur,
klípa af smjöri.

Rauðvínssósa:
kjötkraftur (hænsna),
pipar,
picanta (má sleppa),
hindberjasulta (ca. 2 msk),
rauðvín (smakkað til),
rjómi (smakkað til).

Smjörbolla:
100 gr smjör mjúkt,
100 gr hveiti hrært saman.

Hamborgarahryggurinn er soðinn í potti í 1 klst. Vatnið látið fljóta vel yfir hrygginn, í soðið þarf að setja saxaðan lauk, gulrætur, og 8 korn af heilum pipar.

Sykurhjúpur:
Sykur og smjör brúnað, öllu hinu skellt útí þegar sykurinn er farinn að freyða.

Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum þá brúnast hjúpurinn fallega.

Rauðvínssósa:
Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með kjötkraftinum, pipar og td picanta.
Sósan bökuð upp með smjörbollu. Smjörbollan er sett smásaman út í soðið þar til að hún er orðin nógu þykk. Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma, og bragðbætið með afganginum af hjúpnum.
Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 23/12/2001Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi