UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Snickersís Ábætisréttir
Alveg ótrúlega góður ís með Snickersbragði (hnetur, karamella og súkkulaði ... klikkar ekki!)
4 eggjarauður
3/4 dl sykur
ca. 7-8 dl rjómi
3-5 Snickers

Best er að byrja á því að brytja Snickersið niður í litla bita svo auðveldara sé að bræða það. Snickersið er brætt í vatnsbaði og smá rjómi (ca. 1-2 dl) settur út í. Svo er þetta látið kólna vel við stofuhita áður en þessu er bætt við í lokin.

Eggjarauðurnar og sykurinn eru þeytt mjög vel saman.

Rjóminn (6 dl) er þeyttur og eggjarauðu-sykurblöndunni blandað varlega saman við.

Loks er bráðna Snickersinu blandað varlega við.

Sett í form og fryst.

Þessi uppskrift er byggð í grunnin á Jólaísnum hennar Betu.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> 02/08/2001Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi