UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Besta kornflexkaka í heimi Brauð og kökur
Þessi gerir ætíð mikla lukku og helst þarf að búa til tvær því hún hverfur eins og dögg fyrir sólu!!! Vegna fjölda áskoranna eftir þrítugsafmæli Friðriku er hún sett hér inn! Bon appetit
Botnar:
200 gr. sykur
4 b. kornflex (ca.80 gr.)
4 eggjahvítur
1 tsk. lyftiduft

Á milli:
10 makkarónukökur
100 gr. Suðusúkkulaði
Ferskjur eða fersk ber
1,5-2 pelar þeyttur rjómi.

Krem:
100 gr. brætt Suðusúkkulaði
2 eggjarauður
1 dl. rjómi, óþeyttur

Botnar:
Stífþeyta eggjahvítur og sykur. Lyftidufti og kornflexi (ágætt að mylja aðeins) hrært varlega saman við.
Sett í tvö lausbotna form (með álpappír í formunum svo auðveldara sé að ná botnunum úr) eða smurt á bökunarpappír á stærð við matardisk.
Bakað við 150-160 gráður í ca. 50 mín.

Á milli botnanna er settur ca. 1,5-2 pelar af þeyttum rjóma sem búið er að hræra saman við 1 litla dós af ferskjum eða fersk ber af öllum sortum (jarðaber, vínber, kirsuber...) og ca. 10 makkarónukökur (muldar) og 100 gr. af Suðusúkkulaði

Krem
Eggjarauður þeyttar þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Súkkulaði brætt (örbylgjuofn eða vatnsbað) og hrært varlega saman við og svo að lokum rjóminn. Best er að láta kremið standa í ísskáp í smátíma áður en það er sett ofan á tertuna. Annars vill það renna út um allt og sulla voða mikið.


Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 13/06/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi