UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Rolóterta. Brauð og kökur
Frábært terta á hvaða veisluborð sem er. Alltaf fyrsta tertan til að klárast.
Marenge.
4 eggjahvítur
2 dl. sykur
l dl. púðursykur
1-2 lúkur Rice Crispies.


Fylling.
2 pelar rjóma
1 askja fersk jarðaber
1 lítil askja fersk bláber


Krem.
2½ pakki Rolo
50 gr. suðusúkkulaði
4-6 msk. rjómi

Marenge.
Stífþeytið eggjahvíturnar, sykurinn og púðursykurinn mjög vel saman. Hræra síðan mjög varlega Rice Crispies útí. Teikna á bökunarpappír 2 x 20 cm hringi. Skipta deiginu jafnt á hringina. Baka báða í einu á 125-130° í 50-60 mín á blæstri.


Fylling.
Þeyta rjómann, skera berin niður (öll nema þau sem nota á til skreytingar á tertunni) og bæta síðan útí og setja á milli.

Best er að setja tertuna saman deginum áður en bera á fram.


Krem.
Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og þynna með rjómanum, passa að það verði ekki of þunnt. Hella síðan yfir tertuna og skreita með ferskum jarðaberjum.Sendandi: Aldís St. Mortensen <aldism@or.is> 01/03/2001Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi