UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Krókettur Grænmetisréttir
Kartöflumeðlæti. Þetta er mikið moj. Einungis gert einu sinni á ári á mínu heimili og þá tvöföld uppskrift með kalkúni á gamlárskvöld!!!
1 kg.bökunarkartöflur
100 gr.smjör
2 eggjarauður
hvítlauksduft (smakkað til)
salt (smakkað til)
2 eggjahvítur
brauðrasp

Fyrst eru kartöflurnar flysjaðar og soðnar í saltlausu vatni. Þegar þær eru soðnar sker maður þær í búta og lætur inn í 100 gráðu heitan ofn í ca.15 mín. til að þurrka þær. Því næst eru þær marðar og stappaðar alveg í spað. Smjöri eggjarauðum, hvítlauksdufti og salti bætt í. Svo myndar maður litlar ílangar bollur úr kartöflustöppunni, veltir þeim upp úr eggjahvítunum og svo raspinu og djúpsteikir svo aðeins eða þar til brauðraspið hefur brúnast aðeins. Og voila, króketturnar eru tilbúnar.
Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 30/12/2000



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi