UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Caipiringa Drykkir
Þjóðardrykkur Brasilíumanna. Einnig er hægt að nota annað sterkt áfengi og ávexti í þennan drykk.
Pinga (Brasiliskt brennivín unnið úr sykurreyr). Fæst því miður ekki á Íslandi svo ég viti til.
Vinsælast er að nota vodka í staðinn.
Grænar sítrónur, 'limao' eða 'lime'.
Sykur
Hellingur af klaka.

Byrjað er á því að skera niður sítrónurnar í báta. Sítrónubátarnir eru settir í glas þannig að þeir fylli u.þ.b. 2/3 glassins. Þá er að merja sítrónurnar í glasinu með einhverju hentugu áhaldi.
Eftir þessa meðferð eiga sítrónurnar og vökvinn úr þeim að fylla 1/3 - 1/2 glasið (vonandi nær 1/3).
Þá þarf að hækka í glasinu um helming með áfenginu, svo nú ætti það að vera fullt að 2/3 leyti.
Ef hristari er til staðar er ágætt að skipta yfir í hann (ef hann var ekki notaður frá upphafi) og hrista blönduna. Annars að hræra aðeins.
Nú er að bæta við sykri, ágætt er að byrja á svona 1 - 1 1/2 matskeið, og hrista eða hræra. Hér ákvarðast hvort drykkurinn verður mjög góður eða bara góður, rétt magn af sykri er mjög mikilvægt.
Ef drykkurinn er of sterkur, þá er að bæta við einni teskeið, hrista/hræra og smakka aftur. Endurtekið eins oft og þurfa þykir.
Að lokum er fyllt upp með klaka, best er að hafa hann brotinn ('crushed'), og hrist/hrært einu sinni enn.

Góða skemmtun.

Sendandi: Guðlaugur S. Egilsson <gse@rhi.hi.is> 02/12/1995



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi