| ólívuolía laukur og rif af hvítlauki
 tvær kartöflur
 gulrætur, paprika o.fl. grænmeti
 dós af Hunt´s whole tomatoes
 lítil dós af tómatpurée
 salt, pipar og  basil
 grænmetiskraftur
 pastaskrúfur
 vatn
 
 | Fyrst lætur maður ólívuolíu í pott og saxar einn lauk þar útí og kremur eitt rif af hvítlauki líka. Svo saxar maður svo sem tvær kartöflur, gulrætur, papriku og allt það grænmeti sem maður girnist mest.
 Svo hellir maður einni dós af Hunt´s whole tomatoes og lítilli dós af tómatpurée, salt og pipar.
 Svo u.þ.b. 7 dl af vatni með vænum skammti af grænmetiskrafti útí (einn tening) svo bara smá basil.
 Sjóða í 15mín og bæta svo nokkrum pastaskrúfum út í og voilà: grænmetissúpa...
 
 
 |