UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Hollustubollur Brauð og kökur
Alveg hreint svakalega einfalt og auðvelt að breyta eftir því hvað er til í skápnum hverju sinni. Endilega prófið.
Aðalatriðið er að það þarf að vera 1 kíló af þurrefni. Það er gott að hafa 1/3 af því hveiti, smá haframjöl(það heldur líka deiginu betur saman). Einnig er gott að hafa sesamfræ, eða bara þau fræ sem þið óskið eftir. Athugið að það er frekar þungt að hafa mikið af fræjum(en jafnframt svaka gott).
1 poki þurrger
1 tsk salt
2 bollar matarolía
1 bolli mjólk
1 1/2 bolli sjóðandi heitt vatn

Öllu þessu er hrært létt saman með sleif í Tupperware hnoðskál. Síðan er sjóðandi heitu vatni hellt í vaskinn, og skálin fer ofan í. Munið að lofttæma skálina eins og á að gera. Þetta þarf síðan að hefast í rólegheitunum, og það þarf að passa að vatnið í vaskinum sé vel heitt. Eftir 1/2 til 1 klst, tekið upp úr vaskinum og skálin hrist vel og vandlega, þar til deigið er orðið nokkurn veginn ein heild. Síðan hnoðað þar til það hættir að loða við fingurna. Stundum þarf að bæta við smá hveiti eða vatni. Það fer allt eftir því hvort deigið er of blautt eða þurrt. Síðan mótaðar bollur. Mjög gott er að bleyta bollurnar að ofan með vatni, og stinga þeim síðan ofan í skál með fræjum. Síðan eru bollurnar settar á ofnplötu. Bakað í 190 oC heitum blástursofni, þar til er orðið ljósbrúnt að lit. Best er að borða þær heitar með smjöri.
Sendandi: Elín V Þorsteinsdóttir <elinth@simi.is> 25/02/1999Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi