UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Súkkulaði- döðluterta með bananarjóma Brauð og kökur
Góðir botnar með ferskum bananarjóma og gómsætu súkkulaðikremi Uppskrift úr "Nýir eftirlætisréttir"
Botnar:
4 egg
150 g sykur
50 g hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g suðusúkkulaði
100 g döðlur

Súkkulaðikrem:
3 eggjarauður
4 msk flórsykur
100 g suðusúkkulaði
2 1/2 dl rjómi
2 bananar

Botnar:
1. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið saman hveiti og lyftiduft og blandið varlega saman við.
2. Brytjið suðusúkkulaði og döðlur og blandið saman við deigið.
3. Setjið í tvö kringlótt lausbotna form (um 22 sm í þvermál), gott er að klæða botninn með bökunarpappír. Bakið í 180°C heitum ofni í 15-20 mín.

Súkkulaðikrem:
1. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur.
2. Bræðið suðusúkkulaðið og þeytið rjómann. Hrærið súkkulaðið saman við eggjarauðurnar og blandið 2-3 matskeiðum af rjóma saman við.

Samsetning:
Stappið einn banana og hrærið saman við afganginn af rjómanum. Smyrjið ofan á annan botninn ásamt hluta af súkkulaðikreminu (byrjið á súkkulaðikreminu). Leggið hinn botninn ofan á og smyrjið kökuna með kremi. Skreytið með sneiddum banana.
ATH. Kremið er ríflegt svo þið skuluð ekki spara það á neðri botninn. Munið líka að skreyta með bönunum aðeins rétt áður en bera á kökuna fram, annars verða þeir brúnir.



Sendandi: Sigga Björk <sbg@felo.rvk.is> 26/11/1998



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi