UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Linsubollur með ávaxtakarrýsósu Óskilgreindar uppskriftir
Litlar bollur (eða ofnbakað grænmetisfars í fati) með góðri sósu sem má eins nota með kjúlla og hrísgrjónum. Borið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum og blönduðu salati.
Bollurnar
1/2 bolli gular linsur
1/4 bolli brún Basmati hrisgrjón
4 dl grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur)

olía til steikingar
1/2 rauð paprika
1/2 laukur

2 msk heilhveiti, hrísmjöl eða hveiti til þykkingar
1/4 bolli haframjöl
2 msk. Dijon sinnep eða eftir smekk
1 tsk. Salvía
1 tsk. Marjoram
Cayenne pipar á hnífsoddi ef vill
2 msk þurrkuð Steinselja
1 tsk salt
Olía til steikingar

Sósan
Geggjað góð sósa sem er alveg tímans virði. Dáldið moj fyrst en venst. Henda bara öllu kryddi fyrst saman í glas og hafa tilbúið.
Olía til að steikja
1/2 saxaður laukur
1/2 bolli kurlaður ananas
1 banani sneiddur
1 rautt epli (afhýtt og kjarnhreinsað)
1/2 bolli vatn
1/2 bolli eplasafi

1 msk hrísmjöl eða maisena til að þykkja
2 msk. tómatsósa
2 tsk karrý
1 tsk salt eða eftir smekk
Cayenne pipar á hnífsoddi eða eftir smekk
1 tsk malað Cumin (grænt ekki brúna kúmen sem er í brauði)
1/2 tsk Svartur pipar
1/2 tsk negull (má sleppa, veldur stundum brjóstsviða)
1 rif af hvítlauk saxað
1 tsk söxuð engiferrót eða engiferduft.Sjóða hrísgrjónin og linsurnar þar til vatnið er uppgufað (30 mín+)

Steikja paprikuna og laukinn upp úr olíunni og setja svo grjónadótið saman við. Í upphaflegri uppskrift er líka 1 stilkur sellerí en ég sleppi honum hér vegna ofnæmis.

Restin sett út í (allt nema steikinarolían).

Þegar blandan er orðin nógu köld og þykk (alveg gott að gera fyrirfram og geyma) má gera litlar bollur og steikja upp úr olíunni eða raða með vissu millibili á bökunarpappír og baka í ofni. Einnig er hægt að spara sér vinnu með því að smyrja form og gluða mallinu í það og baka í u.þ.b. 20 mín. á 200 gráðum eða þar til smá skorpa myndast.

Laukur, ananas, banani og epli sett á pönnu og linað í nokkrar mínútur. Svo sett í blender og blandað vel með vatninu og eplasafanum. Sett aftur á pönnu og kryddum og þykkingu bætt út í.

Sendandi: Friðrika Stefánsdóttir <mellan@eldhus.is> 07/01/2018Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi