UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Pepperoní brauðréttur Óskilgreindar uppskriftir
Pepperoni brauðréttur


1 piparostur
1 mexíkóostur
2 dósir sýrður rjómi
100 g rjómaostur
4-5 dl matreiðslurjómi
1 bréf beikon
1 bréf pepperoni
1 askja sveppir
1/2 - 1 púrrulaukur
250 g rifinn ostur
1/2 - 1 samlokubrauð
Skerið pipar- og mexíkóost í bita og bræðið í potti ásamt sýrðum rjóma, rjómaosti og matreiðslurjóma.
Skerið beikon í bita og steikið á pönnu. Skerið pepperoni, sveppi og púrrulauk í bita og steikið á pönnunni með beikoninu í 2-3 mínútur þegar beikonið er orðið svolítið stökkt. Hrærið öllu saman við ostablönduna.
Fjarlægið skorpuna af brauðsneiðunum og skerið þær í hæfilega stóra teninga. Dreifið helmingi brauðteninganna í botninn á eldföstu móti og hellið helmingi ostablöndunnar yfir. Setjið því næst afganginn af brauðteningunum yfir og annað lag af ostablöndu. Sáldrið rifnum osti yfir herlegheitin og bakið í ofni við 200° í 20 mínútur eða þar til osturinn verður svolítið brúnn og stökkur.

Sendandi: Linda 25/05/2014Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi