UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Karamellubomba Óskilgreindar uppskriftir
Dásamleg bomba á veisluborðið!
Botn
5 egg
4 dl sykur
4 dl Kelloggs kornflögur, muldar
3 dl möndlur, saxaðar
250 gr Síríus suðusúkkulaði konsum, brytjað
1,5 tsk lyftiduft

Karamellukrem
2,5 dl rjómi
1,5 dl sykur
3 msk síróp
2 msk smjör
1 tsk vanilludropar

4 dl rjómi, þeyttur (á milli botna)

Botnar:Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Bakið í þremur meðalstórum formum (eða sem tvo stóra ferhynda botna smurt á plötu) við 175 C í 20-30 mín.

Karamellukrem: Setjið rjómann, sykurinn og sírópið í pott og sjóðið þar til blandan þykknar (20-30 mín). Hrærið í öðru hvoru. Hrærið að síðustu smjörinu og vanilludropunum saman við. Látið kólna.

Setjið botnana saman með þeyttum rjóma og karamellukreminu og hellið afganginum af karamellukreminu ofan á.

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika_kristin at hotmail.com> 19/02/2014



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi