UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Sterkur fiskréttur meiriháttar. Óskilgreindar uppskriftir
Sterkur réttur, ódýr, hægt að nota þessa uppskrift í fiskisúpu.
1 msk olía
3-4 hvítlauksgeirar saxaðir
ca 1/2 blaðlaukur má nota venjulegan lauk.
1 paprika rauð eða 1/2 græn og 1/2 rauð.
2 cm engiferrót söxuð
2 dl fiski eða gott soð.td grænmetissoð.
1 dós tómatar með basil,garlic og oregano.
1-2 lárviðarlauf,
2 tsk kóríanderduft,
1 tsk paprikuduft,
1 tsk cummin
salt og svartur pipar
1 kg ýsuflök.

hvítlaukur, blaðlaukur hreinsaður og saxaður,(laukur saxaður ef hann er notaður, paprikur saxað í litla bita léttsteikt í olíunni ekki brúna, fiskisoði bætt útí og tómötunum (ef bitarnir eru of stórir gott að merja) lárviðarlaufin út í þetta, og helmingurinn af þurra kryddinu.
saltið og piprið yfir fiskinn, og veltið honum upp úr restinni af þurra kryddinu.mallað 5 mínútur á lágum hita. þessu hellt í eldfast mót, fiskinum raðað ofaná og gott að ausa aðeins vökvanum yfir og huggulegt að strá td yfir söxuðum graslauk yfir, sett í ofn 200°c gráður í um 10- 15 mín, borðað með hrísgrjónum og góðu hrásalati.
þetta má nota í súpu og gott er að gera súpu úr því sem eftir verður . !nóg fyrir 4-5.

Sendandi: Oddný J.B. Mattadóttir <oddny@mitt.is> 22/10/2013Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi