UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Nautabuff Óskilgreindar uppskriftir
Buff úr nautahakki, tilvalið til geymslu og búdrýginda
2 kg. nautahakk
6 stk. egg
4 msk. hveiti
1 stk. stór laukur
3 stk. hvítlauksgeirar
1 stk. ferskur rauður Chili pipar
1 msk. salt
1 msk. paprikuduft

Olífuolía til steikingar

Nautahakki og eggjum er hrært og vel blandað í stórri skál.
Laukur saxaður, Chili fínsaxaður og hvítlauksgeirar pressaðir. Blandað saman við hakk- og eggjablönduna.
Kryddað og saltað (verið spör á krydd og salt - auðveldara að krydda eftir á!).

Öllu hrært vel saman. Hveiti blandað saman við í skömmtum (matskeið í senn er ágæt) til að fá þétta blöndu sem tollir vel saman.

Ólífuolíu hellt á heita pönnu. Hæfilega stórar kúlur búnar til úr hakkblöndunni og smellt á pönnuna, þjappaðar svolítið niður til að fá hæfilega stór og þykk stykki úr hverri kúlu.

Steikist í gegn, nokkrar mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt).

Það sem ekki á að borða í það sinnið, er fínt að raða á disk, leyfa að kólna, pakka svo í poka og frysta.
Úr frystinum þarf svo aðeins að kippa buffinu út með 30 mínútna fyrirvara, og hita upp á pönnu.

Heimagerð kartöflustappa er nauðsynlegt meðlæti. Grænar baunir skemma ekki fyrir.

Sendandi: Sigurður Axel Hannesson <sah@iceware.net> 31/01/2013



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi