UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Pasta fyrir þrjá Óskilgreindar uppskriftir
Rosa góður og fljótur pastaréttur að gera ef mamma/pabbi er ekki heima :D
180 g pasta
120 g beikon
120 g skinka
1/2 stk paprika
1/4 laukur (má sleppa)
100 g sveppir (má sleppa)
1 tómatur smátt skorin (má sleppa)
1/4 l matreiðslurjómi
120 g rjómaostur (má velja hvaða bragð sem er og eins margar og maður vill)

1.Setjið vatn í pott, 1/2 tsk af salti og 1 msk matarolíu.
Suðan er látin koma upp og pastað sett í sjóðandi vatnið, spðið þangað til það er tilbúið.
2.Beikonið skorið smátt og steikt í lítilli olíu.
3.Paprika,skinka og laukur skorið smátt og gegnhitað í olíunni. Sveppirnir saxaðir og steiktir.
4.Rjómi og rjómaostur sett í pott og suðan látin koma upp (muna að hræra mikið og vel í svo það brenni ekki)
5.Beikon,skinkan og grænmetið hrært út í. Ef tómatar eru notaðir eru þeir skornir smátt og settir út í sósuna.
6.Sigtað er pastað og sett í skál og svo er sósunni helt yfir.
Verði ykkur að góðu

Sendandi: Magnea Rós <magnea.ros.bjarnadottir@grunnskolar.is> 13/10/2012Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi