UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Tartelettur Óskilgreindar uppskriftir
Rétturinn er bæði ljúffengur og ótrúlega einfaldur
30 tartalettur (3 box)
1 camembert ostur
1 piparostur eða smurostur með beikoni eða sveppum
1 hvítlauksostur
½ lítri matreiðslurjómi
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 askja af sveppum eða brokkólí

Um það bil 300 grömm af hamborgarhrygg eða skinku (má sleppa).

Grænmetið skorið frekar smátt og steikt í olíu á pönnu. Osturinn skorinn í bita og látinn bráðna í rjómanum. Hrærið í af og til (það mun taka dálítinn tíma fyrir ostana að bráðna, verið því þolinmóð!).

Grænmetið sett út í ostajafninginn ásamt kjötinu og skeljarnar svo fylltar. Rifnum osti stráð yfir og hitað í ofni við 200 gráður þar til osturinn hefur brúnast að ofan (tók um 20 mínútur í mínum ofni).

Ef þið viljið slá í gegn, endilega spreytið ykkur á uppskriftinni. Þið verðið sko ekki svikin.

Njótið vel!

Sendandi: Linda 24/01/2012Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi