UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
brauðbollur Brauð og kökur
virkilega góðar bollur
2 dl léttmjólk
3 dl vatn (ég setti um 2,5 dl af sjóðandi vatni og 0,5 dl af köldu)
2 msk olía
3 tsk þurrger eða eitt lítið bréf
140 gr kotasæla
2 tsk hrásykur (ég notaði strásykur)
1/4 tsk salt
30 gr sólblómafræ
2 tsk kúmen (mig langaði ekki í kúmen bollur þannig að ég sleppti kúmeninu)
100 gr haframjöl
20 gr hveitiklíð
600 gr hveiti + 40 gr til hnoðunar

Hitið mjólk, vatn og olíu að 37°C (notaði heitt vatn). Bætið gerinum sykri og salti út í.
Bætið svo kotasælunni og þurrefnunum út í og hrærið með sleif.
Þegar deigið er orðið hæfilega þétt og losnar frá skálarbörnum er breitt yfir það og látið lyfta sér í um 30 mín (ég var með hnoðskál frá Tupperware sem kom sér vel). Hnoðið 40 gr af hveiti upp í deigið og búið til bollur 90 til 100 gr hver. Eftir 30 mín hristi ég skálina með hægri hendi en hélt líka í skálina með vinstri hendi með 40 gr af hveiti.
Ég gerði 19 bollur en næst ætla ég að gera 20. Mér finnst best að taka deigið í tvennt og búa til lengju úr því og skera síðan 10 bita úr hverri lengju fyrir sig.
Í lokin penslaði ég með eggi (ekki í upprunanlegri uppskrift) og dýfði henni í fimmkorna blöndu (frekar hart). Næst ætla ég að dýfa hverri bollu í sólblómafræ, sesamfræ eða hörfræ. Með því að dýfa bollunum í fræblöndu þá verða milklu meiri fræ á hverri bollu heldur en þegar maður stráir yfir

Sendandi: Nafnlaus 18/02/2010Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi