750 gr  mjöl (t.d. 500 gr hveiti og 250 gr grahamsmjöl eða bollumjöl) 
  1 tsk salt 
100 gr  sólblómafræ 
200 gr  sveskjur 
  2     stór epli (græn eða bara það sem til er) 
  2 msk maltextrakt 
  2 bréf þurrgers 
  5 dl  volgt vatn (~30°)      
              
               
             | 
             
              
Setjum maltextrakt í skál ásamt 2 dl af vatninu og hrærum saman. Þá er 
sólblómafræjunum, sveskjunum og eplunum blandað saman við og saltað. Þá 
er restinni af vatninu hellt útí. Setjum þurrger og mjöl í hrærivélarskál 
og hellum vökvanum útí. Hnoðum í hrærivél. Skiptum deiginu í 2 brauð og 
látum hefast í 30 mínútur. Bökum í 40 til 45 mínútur við 180°C. Þegar 
brauðin eru tilbúin er gott að vefja þau inn í rök viskustykki svo 
skorpan verði ekki of hörð. Brauðin má frysta. 
 
Maltextrakt er sérstakt sætuefni sem hægt er að fá í Heilsuhúsinu. 
Það lítur út eins og síróp og er í krukku. Það sem ég á við með 
"bollumjöl" er tilbúið þurrefni sem þarf aðeins að bæta vatni í eða e-ð 
svoleiðis og þá ertu með tilbúið bolludeig í um 20 bollur. Þetta fæst í 
öllum búðum býst ég við. 
 
Verði þér að góðu.     
              
               
             |