UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Pönnsur fyrir Þorleif Brauð og kökur
Þetta er venjuleg pönnukökuuppskrift með ítarlegri vinnulýsingu fyrir litla bræður sem eyðileggja hvert degið á fætur öðru... á ekki að bregðast
3 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1-2 msk sykur
1/4 tsk salt
1-2 egg
4-5 dl mjólk
25 gr smjörlíki
1/4 tsk vanilludropar

Jæja Lilli. svona ferðu að þessu:::

Þurrefnin sett í skál, mjólkinni er hrært saman við.(ekki alla í einu) svo bætirðu dropum og eggjum saman við og hrærir vel. svo er brætt smjörlíkið sett útí og hrært vel. það má bæta mjólk útí þangað til degið verður nógu þunnt. það á að vera eins og súrmjólk að þykkt. svo á að setja pönnukökupönnuna á eldavélina og stilla á hæsta straum. svo má minnka hitann aðeins en pannan á að vera snarpheit. degi er hellt á og pönnunni snúið þannig að degið hylji pönnuna. svo þarf pönnukökuspaða til að losa brúnirnar og snúa pönnsunni við. svo er best að taka pönnsuna af þegar hún er orðin dulítið brún og baka næstu..... svo er gott að njóta þeirra með sykri eða sultu og rjóma....

Sendandi: Steinunn Stóra systir <sting@mmedia.is> 04/03/1998



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi