UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Kleinur Brauð og kökur
Kleinur þær bestu í heimi
1/2 kg hveiti
125 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
1 tsk kardimommurdropar
1 egg
1/4 blandað af súrmjólk og mjólk
50 gr smjörlíki

Steikingarfeiti
Canola olía

Allt hnoðað saman. Flatt út og skorið með kleinujárni í hæfilega stærð. Gæta þess að hafa hveiti undir á borðinu áður en deigið er sett á það.

Þegar búið er að fletja deigið út er það skorið í c.a. 5 cm ræmur og þær bútaðar niður með kleinujárni. Gat er gert í miðjuna og hver eining síðan dregin gegnum sjálfa sig. Ég skelli þessu á bökunarplötu með bökunarpappír undir og svo stykki yfir svo þær þorni ekki.

Þegar feitin er orðin heit (farið að krauma í henni) þá er gott að byrja á að prufa eina. Setja svo hæfilegt magn í pottinn í einu (miða við að kleinurnar komist fyrir fljótandi á yfirborði feitinnar í pottinum. Það fer alveg eftir stæð pottsins. Þegar þær eru orðnar fallega brúnar þá þarf að snúa þeim svo þær steikist báðum megin gott er að nota fiskispaða í þetta.


Ekki er verra að hafa ofnskúffu klára til þess að moka afrakstrinum í og gott er að hafa eldhúsbréf í botninum til að sjúga í sig feitina af nýbökuðum gómsætum kleinunum.


Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> 01/05/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi