UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Kleinur Óskilgreindar uppskriftir
Kleinur
1 kg hveiti
200 gr sykur
5 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
150 gr smjörlíki
3 tsk kardimommudropar
3 egg
2,5 dl mjólk
250 gr skyr

Gæta þess að hafa hveiti undir á borðinu áður en deigið er sett á það.

Hnoða þetta saman, annað hvort í höndum eða í hrærivél. Rúlla þessu upp í lengju (eins og rúllutertu) og skipta deiginu síðan í þrjá jafna búta. Fletja bútana gróflega út með lófanum og síðan kökukefli þar til það verður c.a. 5 mm þykkt. (Ekki nauðsynlegt að mæla það nákvæmlega) og það eru fleiri uppskriftir á www.uppskriftir2.blogcentral.is

Þegar búið er að fletja deigið út er það skorið í c.a. 5 cm ræmur og þær bútaðar niður með skáskurði. Gat er gert í miðjuna og hver eining síðan dregin gegnum sjálfa sig.

Þegar feitin er orðin heit (farið að krauma í henni) þá skal setja hæfilegt magn í pottinn í einu (miða við að kleinurnar komist fyrir fljótandi á yfirborði feitinnar í pottinum. Hjá mér eru þetta 10 stk.

Gæta þarf þess að snúa kleinunum í pottinum á meðan þær eru að steikjast, þ.e. verða brúnar og sællegar.

Ekki er verra að hafa ofnskúffu klára til þess að moka afrakstrinum í og gott er að hafa eldhúsþurkur í botninum til að sjúga í sig feitina af nýbökuðum gómsætum kleinunum.

Athugið að varast sérstaklega afætur, en mjög vinsælt er hjá heimilisfólki (öðru en bakaranum) að borða kleinu

Sendandi: Hróðmar <hrodmar_vifill@hotmail.com> 28/02/2009Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi