UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Fylltar kartöflur Óskilgreindar uppskriftir
Ferlega góðar
4 bökunarkartöflur
1 og 1/2 dós sýrður rjómi
2 tsk Dijon sinnep
blaðlaukur
rauð paprika
steikt beikon (skorið í litla bita)
salt og pipar
Mozzarella ostur
oregano


Kartöflurnar bakaðar í gegn og látnar kólna alveg. (Hægt að gera það deginum áður til að flýta fyrir.)

Sýrða rjómanum, sinnepinu og salti/pipar hrært saman og smakkað til.

Síðan saxar maður blaðlaukinn og paprikuna og bætir út í ásamt beikoninu. (Mér finnst fínt að gera þetta líka deginum áður. Þannig nær "jukkið" að brjóta sig og verður bragðmeira fyrir vikið. Það er þó ekki nauðsynlegt.)

Loks er kartöflunum stillt á bretti og efsti hlutinn skorinn af þeim og mest af innvolsinu tekið innan úr þeim. Því er svo blandað saman við "jukkið" og sett aftur í hýðið. Mozzarellaosti dreift yfir sem og oregano.

Bakað við 190°C í 20-25 mín, eða þangað til heitt í gegn og osturinn gylltur.

Næstum nóg sem máltíð eitt og sér, en líka frábært meðlæti með góðri steik.

Sendandi: Nafnlaus 16/06/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi