UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Hamborgarabrauð úr spelti Sérfæði
Prófaði þessa og hún er algjör snilld!
ca 6 stk.20 gr pressuger eða 6 gr þurrger
275 ml volgt vatn
1/2 msk hunang
ca 1/3 dl olía
25 gr hveitiklíð
75 gr gróft spelt
25 gr rúgmjöl (gróft spelt ef ykkur finnst rúgmjöl vont)
300 gr fínt spelt

1. Setjið gerið í skál og hellið volgu vatni yfir (37°C fyrir pressuger en 45°C fyrir þurrger). Bætið hunangi og olíu saman við og hrærið þar til gerið er uppleyst.

2. Blandið saman salti og hveitiklíð og bætið út í gerblönduna.

3. Blandið saman restinni og hrærið í skömmtum út í gerblönduna og hnoðið vel.

4. Breiðið klút yfir deigið og látið hefast á hlýjum stað í 45 mín.(ég set það í ofninn á rétt undir 50°C)

5. Hnoðið upp deigið og rúllið í lengju. Skiptið í 6 stykki. Mótið hálf flatar bollur og raðið þeim á plötu klædda með bökunarpappír.

6. Stingið lauslega í bollurnar með gaffli og látið hefast aftur á hlýjum stað í 20 mín.

7. Sigtið þunnt lag af fínu spelti ofan á og bakið á 180-200°C í 15 mín.

Það er hægt að nota venjulegt hveiti í stað fíns spelts og heilhveiti í stað grófs spelts.

Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Þorgeir L. Árnason <toggi_12@hotmail.com> 15/04/2008Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi