UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Gúllassúpa án gúllas (þróað af fátækum námsmanni sem finnst leiðinlegt að vaska upp) Súpur og sósur
Súpa frá tengdamömmu með smá erfðamengisbreytingu...
Laukur: a.m.k. 1 laukur í stærra lagi, fínt saxaður
Ólífuolía: 2-3 msk
Vatn - 2 lítrar
Nautakraftur: 5 teningar (knorr)
Kartöflur: 300-500 gr af flysjuðum kartöflum
Gulrætur: c.a. 300 gr (flysjaðar)
Tómatpúrra: 1-2 litlar dósir
Kúmen (heilt): 1 tsk
paprikukrydd: smá hrist (má sleppa)

Enn frekari innihaldsútúrsnúningar á súpunni eru m.a.:
-rautt chili soðið með
-lárviðarlauf soðið með
-nautagúllas velt uppúr hveiti bætt inn í á undan lauk
-kjúklingabringur (sama meðferð og gúllas)
-söxuðu hvítlauksrifi bætt í með lauknum
-blómkál
-brokkolí
-sellerí

Laukurinn er brúnaður í ólífuolíu og kryddað með papriku (ef vilji er til þess). Vatninu bætt við, þá kartöflum og gulrótum. Eftir því sem bitarnir eru smærri verður súpan fyrr til...
Nautakraftinum bætt við og tómatpúrrunni. Súpan svo látin sjóða þar til kartöflurnar og gulræturnar eru orðnar mjúkar undir tönn (c.a. 30 mín). Kúmeni er bætt við og látið malla í 5 mínútur í viðbót.

Súpan á að vera í sterkari kantinum þannig að athugið að bæta við teningum þar til hún er orðin svoldið mögnuð. 5-7 teningar er innan skekkjumarka og svo má bara bæta vatni eða tening til eða frá til að ná fram rétta bragðinu.

Tengdamamma gerir þessa súpu með nautagúllasi og þá tekur hún aðeins meiri tíma en er vel þess virði. Þá byrjar maður á því að steikja gúllasið (300-600 gr) upp úr 2-3 matskeiðum af hveiti (þykkir súpuna)og bætir svo lauk og restinni af dótinu. Ég hef líka lúmskan grun um að hún noti nautakraftinn með meira örlæti en ég og sletti salti og pipar og chili-kryddi. Einnig hefur hún töfrað fram brúnan lit á sósuna sem má auðveldlega ná fram með smá matarlit...

Súpan er gríðargóð upphituð og tilvalin sem aðalréttur í matarboð ef gúllasinu er bætt í. Þetta magn ætti alveg að duga fyrir 5-7 svanga verkamenn.

Sendandi: Þorbjörg Sveinsdóttir <augnpot@hotmail.com> 16/01/2008Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi