UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Veislubrauð letingjans Brauð og kökur
Tilvalið í veisluna sem þú nennir ekki að baka fyrir!
TILBÚIÐ PIZZADEIG (upprúllað og útflatt í smjörpappír - fæst í nóatúni og fleiri verslunum)

eða heimatilbúið (ef þú ert ekkert svo löt/latur)

Tillaga að innvolsi:

1) pizzasósa, pepperoni, skinka, ananas
2) pizzasósa, nautahakk (eldað!), græn paprika og sveppir
3)pizzasósa, pepperoni, nautahakk, skinka, græn piparkorn og svartur pipar
4) rjómaostur, ólífur, sólþurrkaðir tómatar
5) paprikusmurostur, skinka, pepperoni

ostur
heitt pizzakrydd frá pottagöldrum

Rúllið í sundur deiginu á smjörpappírnum þannig að pappírinn virki sem undirlag fyrir deigið. Smyrjið á sósu og stráið innvolsi (áleggi) á deigið. Gætið þess þó að setja meirihluta áleggsins meðfram annarri langhliðinni á deiginu og minnkið þegar ofar dregur að hinni langhliðinni. Að þessu loknu rúllið þið deiginu upp og byrjið á langhliðinni þar sem meirihluti áleggsins er. Þegar upprúllun er lokið þá notið þið smörpappírinn undir brauðið í ofnhilluna.
Áður en brauðið fer í ofninn stráið osti yfir og kryddið með pizzakryddinu.
Bakið við c.a. 200°C í miðjum ofni í 10-15 mínútur.

Sendandi: Þorbjörg Sveinsdóttir <augnpot@hotmail.com> 16/01/2008Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi