UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Drottningin af Saba . Brauð og kökur
Frábær formkaka með ýmsum tilbrigðum.Klikkar ekki.

175 gr. smjör eða smjörlíki

3 dl. strásykur.

3 stk. egg.

3 ¼ dl. hveiti.

1 ½ tsk lyftidufti.
2 tsk. Vanillusykur.
¾ dl. Kakó
1 ½ dl. Mjólk.

Til skreytingar: Brætt súkkulaði og skraut eftir smekk.
Aðferð: Hrærið smjör og sykur þar til það er létt og ljóst.
Bætið eggjunum í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Blandið hveiti, lyftidufti, vanillusykri, og kakói saman í skál og blandið því í eggjahræruna.
Hrærið að lokum mjólkinni varlega út í. Bakið í hringlaga kökuformi með staut í miðjunni.Smyrjið formið vel og stráið brauðraspi í það. ( má sleppa )Bakið við 175°¨hita í u.þ.b 50 mín. Látið kökuna kólna í forminu.Bræddu súkkulaði sprautað úr kramarhúsi með mjóum stút, eða bara með gaffli í zig zag munstur þvert yfir kökuna Skreytt að vild(.Hægt að vökva hana heita með Kaffilíkjör eða Tia María áður en hún er hjúpuð ef maður vill breyta til) og líka gott að setja kaffiduft í deigið, breytist í Mokka súkkulaðiköku við það. Spari:Glæsileg með jarðaberjum og rjóma.
Piparmyntukrem> Tilbrigði
2 bollar flórsykur - ½ bolli óþeyttur rjómi
Piparmyntudropar eftir smekk c.a 1 – 2 tsk.
Hrært í hrærivél ekki of lengi bara smá á að vera massakennt.Látið leka í zik- zak mynstri yfir kökuna( inn og út í hringinn) Og síðan súkkulaði bræddu yfir eins þá er komið After eight afbrigði.
Rosa flott úr Rósasílikonforminu sem fæst í Af hjartans list.

Sendandi: Díana <dianak58@hotmail.com> 14/06/2007Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi