UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Fiskur í osta pasta sósu Fiskréttir
NýSjálenskur ofnbakaður fiskréttur í osta og pesto sósu
Nokkur fiskflök c.a. 6-800gr, held að flest allur fiskur komi til greina.
500ml Osta pasta sósa
Ein dolla papriku pesto
Rauð Paprika
Appelsínugul Paprika
6 Sveppir
Salt
Pipar
Chilli duft
Rifinn ostur
Hrísgrjón (nóg til að dekka botnin á eldfasta forminu, ég notaði 2 poka af uncle ben's)

Fiskurinn hreinsaður ef með þarf og hrísgrjónin forsoðin.
Hrísgrjónunum dreift í botnin á eldföstu móti
Svört eða græn piparkorn dreift yfir hrísgrjónin, ekki of mikið

Fiskurinn saltaður og smá chilli duft sett á hann og sett í formið ofan á hrísgrjónin
Paprikurnar og sveppirnir skorin niður og dreift yfir flökin
Þar á eftir er sósuni helt yfir, gott er að blanda osta sósuni og pestoinu saman áður en helt er yfir, reyna að hafa jafnt lag yfir öllu

Og svo síðast dreifa rifna ostinum yfir allt saman og setja í ofnin á 180 til 200 gráður þar til fiskurinn er til, tíminn fer algerlega eftir þykktini á flökunum, bara fylgjast með...
Rennur vel niður með góðu hvítvíni :)

(Ég veit ekkert hvaða fisk ég notaði, ég fór bara hérna útí búð á Nýja Sjálandi og keypti eitthvað sem ég veit ekkert hvað er svo ég býst við að þetta gangi með flest allan fisk)

Sendandi: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson <fallegadraslid@yahoo.com> 26/04/2007



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi