| 
 
 
    |   |   |   | 
         
          
          
            | speltbrauð - ofur einfalt, hollt og gott | Brauð og kökur |  
            | sykur og gerlaust speltbrauð, tekur max 10 mín að mixa þetta og 20 í ofni |  
            |  |  
            | 5 dl spelt, gott að blanda saman grófu og fínu til helminga 1-2 dl All Bran mylja það soldið
 2 tsk vínsteinslyftiduft
 1/2 - 1 tsk salt
 2 dl AB mjólk
 2 dl heitt vatn
 má líka vera 3 AB og 1 vatn
 ef vill má setja út í 1 msk sesamfræ eða hörfræ eða þá 2 msk stærri fræ s.s. sólblómafræ
 
 | Blanda öllu saman í skál og hræra sem minnst, bara rétt svo allt blandist saman og hella í álform. Uppskriftin passar akkurat í eitt aflangt álform (jólakökuform)
 
 
 
 |  
            |  |  
            | Sendandi: Tinna <tinnakh@hotmail.com> | 02/02/2007 |  
	   Prenta út 
 |     |   |